top of page

Hver er ég?
Ég heiti Telma Dögg Ólafsdóttir og er fædd 03.03 á þriðjudegi 1987, gift yndislegum söngvara og eigum við saman 3 dásamleg börn.
Ég er fædd og uppalin undir Eyjafjöllum, sem er fegursti landshluti á Íslandi!!
Alveg frá því ég var í grunnskóla hafði ég alltaf verið framúrskarandi nemandi í listafögum & verklegum greinum.
En þegar grunnskólanum lauk var það ákveðið að ég yrði að taka stúdentinn, eins og sannur "Fiskur" fylgdi maður straumnum, en það varði stutt. Ég ákvað svo að fara læra kokkinn og er menntuð sjókokkur & matráður, eftir það byrjaði ég á bifvélavirkjanum og reyndi við sjúkraliðanámið.
Eftir að því námi lauk ákvað ég að mennta mig seinna meir þegar ég fyndi út "hvað ég vildi verða þegar ég yrði stærri"
Eftir að hafa verið á vinnumarkaðnum í dágóða stund og korter í kulnun í starfi, fékk ég þá löngun að fara í Tækniskólann að læra bókband.
Af hverju bókband?
Sjálf er ég mikill bókaunnandi og þykir mér þetta heillandi, áhugavert og fjölbreytt nám.
Ekki skemmir fyrir hversu fáir sækjast í þetta nám & starf. Þar með voru örlögin ráðin! ;)
bottom of page

