top of page
Bókband
Þar sem við lifum á fordæmalausum tímum urðum við útskriftanemendur í Bókbandi & Grafískri miðlun að halda okkar útskriftasýningu með rafrænum hætti.
En við gerum bara gott úr þessu og þar sem aðeins erfiðara er fyrir mig sem verðandi bókbindara að sýna mín verk, ætla ég að reyna mitt besta og gefa ykkur smá innsýn inní námið og eftir minni bestu getu að sýna mín verk.
Í sérnáminu í bókbandi fer skólinn mest fram í verklegum tímum hjá fyrirtækjum. Í vetur hef ég verið að læra hjá Prentmet Odda og hjá Svansprent. Það er ótrúlega dýrmæt reynsla að fá að fara í fyrirtækin að læra og kynnast skemmtilegu fólki í leiðinni. Það er svo einn áfangi sem er kenndur upp í skóla sem heitir Handbókband, sem er mjög heillandi fag . Langar mig því að kynna ykkur fyrir því verklagi sem kennt er í handbókbandi og vona að þið hafið bara gaman af!
Bókband skiptist aðallega í tvo flokka: Grunnfals & Djúpfals.
Þessir tveir flokkar hafa hvor um sig ýmis afbrigði, og margt sameiginlegt.
Í grunnfalsinum er bókin losuð úr kápu, tvinninn skorinn í sundur í miðri örk, hún losuð og gamalt lím hreinsað af kili. Passa þarf að halda blöðunum jöfnum að fram þegar örk er losuð svo að hún rifni ekki við kjöl.
Kápur límdar, ýmist fyrstu & síðasta örk eða aftan við bókina. Arkatöl vel yfirfarin og bókin pressuð. Því næst er bókin sett í sögun til að undirbúa saumun. Í saumun er kappbindi sett upp í saumstól og tvinna skal velja í samræmi við gerð pappírs. Saurblöð skulu liggja langsum í pappír eftir hæð bókar, Stig er þykktarmunur á bókinni við kjölinn og að framan , það er svo barið úr að mestu leyti og kappar strekktir t.d. með töng. Kappar tættir og límdir niður á spjaldlista með veiku lími og dreift vel úr. Næst er kjölur límborin og einnig kjölkraginn límdur á. Skurður; næsta skref er að fara með bókina í skurð. Skorið er fyrst að framan og því næst að neðan og síðast að ofan, reynum eins og við getum að skera hana sem minnst. Litun; lang algengast er úðun með bursta og grind en einnig má krítarlita, allita eða skreyta á annan hátt. Með lituninnni erum við að vernda blaðsíðurnar fyrir óhreinindum.
Rúnnning (ávölun); Til að fá rúnningu á bókina þurfum við að berja með hamri vel uppá miðjan kjöl bókarinnar sitthvoru megin og þá er komin fallegur bogi á sniðin.
Falsbarning; Spjöldin eru lögð á bókina frá kili og síðan eru ystu 5 -6 arkirnar lagðar útaf með falshamri, límborið með sterku lími.
Svo næst límum við kjölkragan og kraftpappír til styrkingar við bókina . Spjöldun; borin á og límd við bókina og alltaf þurfum við að passa að liggi rétt í pappírnum, langsum í pappa. Svo að lokum límum við kjalefni og horn sniðin og klæðningin er sett á bókina.
Í lokun; er rammi jafnaður innnan með spjöldum, klippta af grisjuhornum, grisja og saurblöð límd niður með veiku lími og að lokum bókin svo sett í næturpressu.
Þá er bókin tilbúin fyrir gyllingu.
Til að við sjáum munin á grunnfals & djúpfalsinum
þá ætla ég segja ykkur frá því í stuttu máli.
Í djúpfalsinum eru kappar dregnir í gegn, tættir og límdir.
Í grunnfalsinum er kappar tættir og límdir.
Í djúpfalsinum erum við með brúnaskurð.
Í grunnfalsinum er laus kjölur.
Saurblaðalíming í grunnfalsinum en djúpfalsinum er ferging.





bottom of page

